Hugsum okkur að ég gangi upp á Ingólfsfjall, finni þar hæfilega stóran stein og ýti við honum svo að hann velti fram af brúninni þar sem engin hætta stafar af honum. Svo kemur Jón Jónsson og snuprar mig fyrir þetta hættulega athæfi; steinninn hefði getað farið alla leið niður á Selfoss. Ég get þá svarað honum með því að gera útreikninga sem mundu sýna að steinninn geti alls ekki farið svo langt við þessar aðstæður. En ég get líka bent Jóni á öll björgin sem eru í hlíðum fjallsins og hafa augljóslega komið úr klettunum fyrir ofan. Steinninn sem ég velti af stað er ekkert öðru vísi en þessi björg að öðru leyti en því að það var mannshöndinn sem ýtti við honum en ekki jarðskjálfti eða rof af öðrum orsökum.

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?“. Vísindavefurinn 10.9.2008. http://visindavefur.is/?id=48934.